Undirbúningur stendur nú sem hæst í Dalnum enda ekki nema 10 dagar í Þjóðhátíðina. Nokkur af helstu kennileitum eru komin upp sem flestir ættu að þekkja.Heimildir Eyjafrétta herma að handboltastrákarnir í íBV hafi tekið við hleðslu á brennunni eftir að samkomulag um sáttanefnd var gerð milli aðalstjórnar og handbolta- og knattspyrnudeilda ÍBV. En áður höfðu fótboltastrákarnir hafið störf við brennuhleðslu. Við leyfum myndunum að tala sínu máli.
Helstu kennileiti eru komin á sinn stað í Dalnum.Brúin hefur verið máluð í regnbogalitunum.Hér er allt nýmálað og búið að kveikja á ljóskösturum sem lýsa upp ÍBV merkið.Yfirlit yfir hátíðarsvæðið.Brennan er farin að taka á sig mynd.Okkur barst þessi mynd frá lesanda, en þetta er brennuturn á Norður Írlandi, yfir 60 metra hár. Spurning hvort brennustrákarnir fari svo hátt með brennuna í Dalnum í ár.
Við notum vefkökur til að gera upplifunina þína á vefnum okkar sem besta. Ef þú heldur áfram að nota síðuna, þá gerum við ráð fyrir að þú sér sátt/sáttur við það.OkPrivacy policy