Í gær skrifaði ÍBV undir samning við fimm unga og efnilega knattspyrnumenn sem alist hafa upp hjá félaginu. �?eir eru frá vinstri Birkir Snær Alfreðsson, miðjumaður, Daníel Már Sigmarsson, kantur-senter, Eyþór Daði Kjartansson, bakvörður-kantur, Víðir Gunnarsson, markvörður og Guðlaugur Gísli Guðmundsson, hafsent.
Sunna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri knattspyrnuráðs ÍBV, sagði mikilvægt að halda í þessu ungu sem vonandi eigi eftir að vera í framfarðarsveit meistaraflokks í framtíðinni.