Félög ungra sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi fordæma nýja þingsályktunartillögu um að velferðarráðherra vinni 10 ára aðgerðaáætlun um tóbaksvarnir þar sem sala á tóbaki verði takmörkuð við apótek. Full ástæða er til þess að efla forvarnarstarf varðandi tóbaksnotkun, en það verður ekki best gert með því að vega svo heiftarlega að frelsi einstaklinga líkt og umrædd tillaga gerir.