Unglingaflokkur kvenna í bikarúrslit
14. febrúar, 2014
Unglingaflokkur kvenna gerði sér lítið fyrir og tryggði sér sæti í úrslitum bikarkeppninnar í gær með sigri á Selfossi en liðin áttust við í Eyjum. 300 manns voru á leiknum, sem er í raun ótrúlegur fjöldi á leik í yngri flokkum og var stemmningin eftir því. Mikil spenna var í leiknum en þegar tvær mínútur voru eftir, jafnaði Selfoss 18:18. Selfoss fékk síðan tækifæri til að komast yfir en Erla Rós Sigmarsdóttir, sem varði alls 29 skot í leiknum, eða 62% af skotunum sem rötuðu á markið, varði mikilvægt skot undir lokin. ÍBV brunaði í sókn og Arna �?yrí �?lafsdóttir fiskaði víti, sem Sandra Dís Sigurðardóttir skoraði úr af miklu öryggi og ÍBV liðið því komið yfir 19:18. Selfoss fékk svo tækifæri til að jafna metin, skutu tvívegis á markið en Erla Rós skellti í lás og varði í bæði skiptin.
�??�?að verður að segjast eins og er að bæði lið hefðu getað stolið sigri í þessum leik en ótrúleg liðsheild, frábærlega útfærður varnarleikur og heimsklassa markvarsla skóp þennan sigur. Arna �?yrí stjórnaði vörninni eins og herforingi ásamt því að Díana og �?óra Guðný voru afar duglegar. Taka verður fram að um 300 manns mættu á leikinn sem verður að teljast ótrúlegt miðað við að þarna er ekki um meistaraflokksleik að ræða. Stelpurnar skila kærri kveðju til allra þeirra sem létu sjá sig á leiknum og þakka ótrúlegan stuðning,�?? skrifar Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari stelpnanna á heimasíðu handboltans.
�?ess má geta að flokkurinn hefur leikið fimmtán leiki í vetur og aðeins tapað þremur. �?að er því nægur efniviður í gott meistaraflokkslið hjá ÍBV.
Mörk ÍBV: Sandra Dís Sigurðardóttir 10, Díana Dögg Magnúsdóttir 5, Selma Sigurbjörnsdóttir 2, Arna �?yrí �?lafsdóttir 2.
Varin skot: Erla Rós Sigmarsdóttir 29.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst