Síðastliðinn föstudag voru fyrstu heimaleikirnir hjá ÍBV í handboltanum. Kvöldið áður bauð handknattleiksdeild ÍBV handboltaáhugamönnum á leikmannakynningu í Akóges.
Eyjafréttir ræddu við þjálfara beggja liða um tímabilið. Sigurður Bragason, þjálfari kvennaliðsins segir aðspurður um hvernig tímabilið leggist í hann að það leggist bara mjög vel í hann. „Það er alltaf spenna að byrja nýtt tímabil.”
Nú eru töluverðar breytingar á leikmannahópnum frá í fyrra. Getur þú farið aðeins yfir þær?
Já, annað tímabilið í röð fara margar stelpur úr hópnum. Við missum 8 leikmenn en fáum eina. Það er vissulega ekki ákjósanlegt. Heilt byrjunarlið fer. Þetta er nú bara veruleikinn við að þjálfa kvennalið hér. Þannig að ég verð að taka okkar ungu stelpur upp fyrr og setja þær í stórt hlutverk.
Er hann er inntur eftir svörum um hvaða lið hann sjái fyrir sér að verði í toppbaráttunni svarar hann: „Þetta er gamla lumman, Valur er með töluverða yfirburði í mannskap. Svo er þetta Haukar og Fram.”
Viltu koma einhverju á framfæri við stuðningsmenn liðsins?
Það er bara sama og öll hin árin, við erum mjög heppin með stuðning hér. Ég veit að það mun ekkert breytast, segir Sigurður Bragason.
Viðtalið við Magnús Stefánsson, þjálfara karlaliðs ÍBV birtist fljótlega hér á síðunni. Fleiri myndir frá leikmannakynningunni má sjá hér að neðan.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.