�?að voru duglegir og áhugasamir nemendur í 5. og 6. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja sem tóku þátt í UNICEF- hreyfingunni mánudaginn 30. maí. Verkefnið er í samstarfi við UNICEF á Íslandi þar sem markmiðin eru að fræða nemendur um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og virkja þá til samtöðu með jafnöldrum sínum víða um heim. Nemendur fengu vandaða fræðslu um réttindi sín, baráttu UNICEF í þágu allra barna og ólíkar aðstæður jafnaldra þeirra í öðrum löndum. Horfðu nemendur á nýja fræðslumynd sem er unnin í samstarfi við �?var vísindamann. Myndin fjallar um áhrif stríðsins í Sýrlandi, í henni er til skiptis fylgst með �?vari vísindamanni hér á Íslandi og börnum í Sýrlandi. �?eir nemendur sem gátu eða vildu söfnuðu áheitum (ekki skylda) úr sínu nánasta umhverfi vegna verkefnisins. Áherslan er ekki lögð á háar upphæðir heldur að börnin upplifi samtakamáttinn sem felst í því að allir vinni saman og leggi sitt af mörkum til mannúðarmála, margt smátt gerir eitt stórt. Með því aðeins að taka þátt í hreyfingunni er verið að styrkja börn um allan heim, því góður hugur, samkennd og þátttaka er mikil gjöf. Mikilvægast er að börnin fræðist um jafnaldra sína í þróunarlöndum, stundi hreyfingu og hafi gaman af. Verkefnið var þrautabraut á Stakkó, fengu nemendur einn límmiða fyrir hvern hring sem þeir fóru í þar til gerðan heimspassa, þannig gátu þeir fylgst með framvindunni. Nemendur fengu 40 mínútur til að hreyfa sig, mest var hægt að fara 12 hringi. Í lokin var spurningin hversu marga hringi viðkomandi fór. Eins og áður segir gengur verkefnið út á að margt smátt gerir eitt stórt. Verkefnið er notað sem samstarfsverkefni árganganna til að styrkja samskiptin á milli nemenda fyrir næsta vetur þegar nemendur 5. bekkja flytjast yfir í Barnaskólahúsið. E