Siðir og þjóðtrú tengd þorranum
12. febrúar, 2015
Gestur á næsta súpufundi í Sagnheimum, fimmtudaginn 12. febrúar kl. 12, er dr. Árni Björnsson þjóðháttafræðingur. Árni er vel þekktur fyrir rannsóknir sínar og frásagnir af siðum og þjóðtrú okkar Íslendinga. Meðal fjölmargra merkra bóka hans má nefna: Merkisdagar á mannsævinni, Saga daganna, Hræranlegar hátíðir, �?orrablót á Íslandi, Jól á Íslandi, Gamlar þjóðlífsmyndir, Íslenskt vættatal. Árni gegndi starfi forstöðumanns þjóðháttadeildar �?jóðminjasafns Íslands frá 1969-2002 og hefur fengist við kennslu bæði á Íslandi og erlendis. Í hádegiserindi sínu mun Árni fjalla um siði og þjóðtrú tengda þorranum og mikilvægi þorrablóta fyrr og nú. Allir hjartanlega velkomnir!
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst