Upplýsingum um rekstur aðildarfélaganna vantar í vinnu við framtíðarskipulag

Framtíðarskipulag og uppbygging íþróttamála í Vestmannaeyjum var til umræðu á fundi fjölskyldu og tómstundaráðs í gær. Hér er rakinn ferill málsins. Á 3095. fundi bæjarráðs Vestmannaeyja þann 19. mars 2019 var lagt til að fjölskyldu- og tómstundaráð taki upp framtíðarskipulag og uppbyggingu íþróttamannvirkja í Vestmannaeyjum. Fjölskyldu- og tómstundaráð ræddi málið á 266. fundi sínum þann 25. mars 2019 og lagði til að stofnaður verði starfshópur, með aðkomu ÍBV héraðssambands, sem kemur að framtíðarsýn er varðar rekstur, uppbyggingu og aðstöðu íþróttamála í Vestmannaeyjum.

Á 1545. fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja var staðfestur vilji ráðsins og á 227. fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs þann 8. apríl 2019 var starfshópurinn skipaður. Lokaverkefni hópsins var að leggja fram tillögur fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð um forgangsröðun verkefna, tímasetja þau og kostnaðarmeta. Ráðið ætlaði svo í framhaldinu að vinna áfram með niðurstöður hópsins og leggja fyrir bæjarstjórn tillögu um framtíðarsýn til næstu 10 ára í íþróttamálum.

Áfangaskýrsla starfshópsins var lögð fyrir ráðið 21. apríl 2021 og í framhaldi var framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs og íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsfulltrúa falið að fara yfir breytingar sem hafa orðið á þessu tímabili og gefa íþróttafélögunum tækifæri að koma með athugasemdir.

Niðurstöður þeirrar vinnu lá fyrir 9. september 2021. Í öllum tilfellum staðfestu aðilar innihald svara sem og samtalanna sem fóru fram á milli starfshópsins og aðildarfélaga ÍBV héraðssambands. Tvö aðildarfélög höfðu útfært hugmyndir sínar enn frekar og breytt forgangsröðun. Var umfang hugmynda þeirra það umfangsmikil að kallað var á fund með þeim þann 20. september 2021.

Fyrir liggja hugmyndir aðildarfélaga um uppbyggingu og aðstöðu íþróttamála í Vestmannaeyjum. Eftir standa takmarkaðar upplýsingar um rekstur og rekstrarforsendur. Framkvæmdastjóri telur að til þess að ráðið geti lagt fram tillögu til bæjarstjórnar um framtíðarsýn til næstu 10 ára í íþróttamálum þarf því meiri upplýsingar.

Fjölskyldu- og tómstundaráð telur í niðustöðu sinni um málið þá vinnu og upplýsingar sem starfshópurinn hefur tekið saman gagnlegar og gefi ágætar vísbendingar um forgangsröðun á verkefnum varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja. Vert er að nýta þær upplýsingar við vinnslu fjárhagsáætlunar 2022 til að flýta fyrir uppbyggingu. Ráðið felur vinnuhóp sem í sitja, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúi og fulltrúi frá ÍBV héraðssambandi að kalla eftir upplýsingum um rekstur og rekstrarforsendur aðildarfélaganna. Ráðið felur framkvæmdarstjóra að óska eftir tilnefningu frá ÍBV héraðssambandi í þennan hóp. Í framhaldi mun ráðið vinna að forgangsröðun verkefna til framtíðar út frá skýrslu um uppbyggingu, rekstur og skipulag íþróttamála í Vestmannaeyjum.

Nýjustu fréttir

Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.