�?Meðal annars hafði öllum starfsmönnum félagsins verið sagt upp fyrir síðustu mánaðarmót, en nú þegar hefur einn flugmaður verið endurráðinn þannig að við erum ekki að hætta. Dregið verður verulega úr þjónustu á Bakka yfir vetrarmánuðina og má fólk búast við að einungis verði ein til tvær ferðir á dag næstu þrjá mánuði en svo verður aftur aukið við þjónustuna í byrjun apríl.�?
Valgeir sagði að sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að ríkisstyrkja flugsamgöngur milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur hafi komið hart niður á Bakkaflugi og í nóvember var um 43% fækkun á flugfarþegum miðað við sama tíma í fyrra en samdráttur fyrstu 10 dagana í desember var um 50%. Lögfræðingar flugfélagsins munu á næstu dögum senda erindi inn til Samkeppnisstofnunar og mun úrskurður þeirra skera úr um framtíð félagsins.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst