Á föstudaginn var haldinn íbúafundur í Eldheimum um listaverk Olafs Eliassonar sem til stendur að reisa í tilefni af 50 ára goslokaafmælis. Olafur Eliasson kynnti listaverkið. Þá voru pallborðsumræður þar sem í pallborði voru áðurnefndur Olafur og einnig Þráinn Hauksson, landslagsarkitekt og Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar.
Góð mæting var á fundinn og verður honum gerð betri skil hér á Eyjafréttum á næstu dögum. Upptöku frá fundinum má sjá hér að neðan. Upptakan er frá Vestmannaeyjabæ.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst