Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í gær, var rætt um framtíð sorpmála í Vestmannaeyjum og hvaða leiðir eru til úrbóta. Í bókun ráðsins segir: �??Ljóst er að núverandi fyrirkomulag er ekki viðunandi til framtíðar og leita þarf leiða til úrbóta.�??
Fulltrúar D og E lista lögðu sameiginlega fram eftirfarandi tillögu:
�??Framkvæmda- og hafnarráð samþykkir að skipa starfshóp sem ætlað er að koma með tillögur að framtíðarlausn í sorpmálum Vestmannaeyja. Ákveðið er að hópinn skulu skipa þeir Sigursveinn �?órðarson, Stefán �? Jónasson, Ívar Atlason, Friðrik Björgvinsson og �?lafur �?ór Snorrason. Hópurinn skal skila tillögum til ráðsins eigi seinna en 1.des. 2014.�??