Ökumaður bíls sem fór út af Nausthamarsbryggju í kvöld var úrskurðaður látinn samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum.
mbl.is greindi frá því fyrr í kvöld að fjölmennt lið lögreglu, sjúkraflutningsmanna og slökkviliðs hafi verið við störf við höfnina í kvöld. Maðurinn var meðvitundarlaus þegar hann náðist úr bílnum. Endurlífgun bar ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn á staðnum.
Rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir.
Af mbl.is
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst