�?rslitaleikur hjá stelpunum í kvöld
18. febrúar, 2014
Kvennalið ÍBV tekur í kvöld á móti Gróttu í Eyjum í afar mikilvægum leik í Olísdeildinni en leikurinn hefst klukkan 19:30. ÍBV er í fimmta sæti deildarinnar, með 24 stig en Grótta er öðru til fjórða sæti ásamt Val og Fram með 26 stig. Sigur í kvöld myndi því koma ÍBV upp að hlið Gróttu en á sama tíma eigast við Valur og Fram og gæti ÍBV því einnig jafnað annað hvort liðið að stigum. Átta lið komast í úrslitakeppnina í vor en fjögur efstu liðin fá heimaleikjaréttinn í fyrstu umferð. �?að er því afar mikilvægt fyrir ÍBV að komast upp í fjórða sætið í það minnsta.
Stelpurnar óska eftir góðum stuðningi í þessum mikilvæga leik í kvöld, sem má segja að sé úrslitaleikur fyrir ÍBV í baráttunni um fjögur efstu sætin. Nú er bara spurning hvort stuðningsmannasveitin hressa, Hvíti riddarinn mæti ekki til leiks eins og í síðustu tveimur karlaleikjum.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst