Haustin eru oft fallegur árstími, litbrigði náttúrunnar skarta þá öllu sínu, hvort sem er á landi eða sjó. Gærdagurinn var einn af þessum fallegu haustdögum. Feðgarnir Ragnar �?skarsson og Njáll sonur ásamt tengdapabba Njáls, Halldóri Benedikt létu úr höfn síðdegis í gær og sigldu vestur fyrir Eyjar. Halldór var að þessu sinni með vasamyndavél í farteskinu og smellti ótt og títt.