�?tflutningsverðmæti dregst saman um 16 milljarða
6. júlí, 2007

Við þetta mat er miðað við óbreytt meðalverð þorskafurða, óbreytt verðmæti annarra sjávarafurða og ekki gert ráð fyrir gengisbreytingum. �?ær forsendur hafa því engin áhrif á virði annarra sjávarafurða en þorsks.

�?á hefur sjávarútvegsráðherra falið Hafrannsóknastofnuninni að gera tillögur um hvernig efla megi rannsóknir og aðgerðir til uppbyggingar þorskstofninum. Tillögurnar lúta að eftirfarandi atriðum:
Stofnaður verði faghópur til að fara yfir gæði og eðli togararalls.
Skoðað verði hvort auka eigi verndun þorsks á hrygningartíma.
Rannsökuð verði breytt hegðun og útbreiðsla þorsks innan og utan lögsögu.
Fæðurannsóknir verði efldar.
Tryggður verði áreiðanleiki veiðiupplýsinga.
Loðnuveiðar hefjist ekki fyrr en 1. nóvember.

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst