
Sjávarútvegsskýrsla Íslandsbanka hefur verið gefin út síðan árið 2003 og ekki er breyting á því í ár. Skýrslan á að gefa bæði beinum og óbeinum hagsmunaaðilum heildstæða mynd af umfangi og áhrifum sjávarútvegarins á íslenskt samfélag. Útgáfufundur skýrslunnar var haldin í Vestmannaeyjum í gær. Fundurinn var í Eldheimum og þar var skýrslan kynnt og boðið var uppá hádegisverð að hætti Einsa Kalda.
Á fundinum kom meðal annars fram að Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild á heimsvísu. Í Evrópu veiðir Ísland mest á eftir Rússlandi og Noregi. Frá ársbyrjun ársins 2017 hafa botnfiskafurðir hækkað mest allra sjávarafurða eða um 5,4%. Kemur það íslenskum sjávarútvegi sérlega vel enda mestu verðmæti greinarinnar fólgin í botnfiskafurðum. Þrátt fyrir aukið aflamagn minnkaði verðmæti aflans um 17% á árinu 2017 frá fyrra ári, m.a. vegna styrkingar krónunnar.

Á árinu 2017 lækkaði hlutfall botnfisks í heildarafla greinarinnar og var aflinn því verðminni á hvert tonn en á árinu 2016 þegar hlutfall botnfisks var rúmum 6 prósentustigum hærra. Þorskur var langverðmætasta útflutningstegundin á árinu 2017 líkt og áður en verðmæti tegundarinnar nam 84 mö.kr. eða um 42% af heildarútflutningsverðmæti greinarinnar.
Horfur eru á 8% aukningu í aflamagni í ár. Árið 2019 eru hins vegar horfur á tæplega 2% samdrætti í aflamagni. Kemur það til af verulegum samdrætti í aflaheimildum til veiða á uppsjávartegundum á borð við makríl, loðnu og kolmunna.
Ferskar afurðir drógust saman um þriðjung í útfluttu magni frá árinu 2000 en útflutningsverðmæti afurðanna jókst um 82% yfir sama tímabil. Hefur verðmæti ferskra sjávarafurða á hvert tonn því aukist umtalsvert frá árinu 2000.
Hagnaður sjávarútvegsfyrirtækja hefur rúmlega helmingast á árinu 2017 frá fyrra ári. Lægri tekjur af reglulegri starfsemi og minni gengishagnaður skýra samdrátt í hagnaði að mestu leyti.
Hægt er að lesa skýrsluna í heild sinni hérna.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.