Knattspyrnudeild UMF Selfoss fékk 100 þúsund krónur vegna æfingaferðar 2. og 3. flokks kvenna til Englands 1.-7. apríl síðastliðinn, 18 þúsund vegna þátttöku á þjálfaranámskeiði á vegum KSÍ og 32 þúsund vegna fyrirhugaðs knattspyrnumóts fyrir 6. og 7. flokk kvenna til eflingar kvennaknattspyrnu.
Fimleikadeild UMF Selfoss fékk 50 þúsund vegna ferðar yfirþjálfara á Norðurlandamótið í hópfimleikum í Svíþjóð 13.-14. apríl síðastliðinn og 80 þúsund vegna fyrirhugaðrar æfingaferðar meistarahóps fimleikadeildarinnar til Danmerkur 7.-14. júní næstkomandi.
Körfuknattleiksdeild Ungmennafélags Selfoss fékk 100 þúsund vegna Svalamótsins 10.-11. febrúar síðastliðinn.
Handknattleiksdeild UMF Selfoss fékk 100 þúsund vegna Landsbankamótsins í handbolta 23.-25. febrúar síðastliðinn.
Frjálsíþróttadeild UMF Selfoss fékk 150 þúsund vegna fyrirhugaðs Brúarhlaups í byrjun september 2007, 30 þúsund vegna grunnskólamóts Árborgar í frjálsum íþróttum sem fram fór í mars, 30 þúsund vegna Grýlupottahlaups og 60 þúsund vegna æfingaferðar barna og unglinga til Portúgals í apríl síðastliðnum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst