Fyrirmæli hafa verið gefin til allra Cantat sæsímastöðva að slökkva á aflfæðingu strengsins klukkan 14:00 á laugardag 13. janúar. Frá og með þeim tíma og þar til viðgerð og prófunum á strengnum er lokið verða öll sambönd á strengnum sambandslaus.
Áætlaður rof tími er um 10 dagar, miðað er við 22. janúar. Gert er ráð fyrir að netsambönd Tölvunar muni ekki raskast, þar sem að varasambandi hefur verið komið á um Farice strenginn. Notendur er þó beðnir um að fara sparlega með utanlandsniðurhalið þar sem að öll umferð til og frá landinu fer um einn streng.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst