�?tsvarslækkunin samþykkt og áhyggjur af kostnaðaukningu vegna sorpmála.
20. desember, 2013
Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundaði í gær, fimmtudag. �?ar var m.a. samþykkt lækkun á útsvarsprósentunni eins bæjarráð hafði áður samþykkt. Einnig var samþykkt að veita elli- og örorkulífeyrisþegum sem hafa lágar tekur, afslátt af fasteignagjöldum. Og meirihluti bæjarstjórnar samþykkti ályktun svohljóðandi: �??Bæjarstjórn lýsir yfir þungum áhyggjum af þeirri miklu kostnaðaraukningu sem orðið hefur í meðferð sorpmála í sveitarfélaginu. Lokun sorpbrennslustöðva í sveitarfélaginu sem eingöngu má rekja til ákvörðunar fyrrverandi umhverfisráðherra hafa nú leitt til 77% hækkunar sorpeyðingargjalda. Bæjarstjórn lýsir ábyrgðinni á kostnaðaraukningu því alfarið á það fólk sem neitaði að skilja sérstöðu Vestmannaeyja og annarra sambærilegra staða þótt á það hefði verið bent á aðdraganda ákvörðun um herferð gegn sorpbrennslustöðvum.�??
Upptöku af bæjarstjórnarfundinum má sjá hér að ofan.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst