Talsvert var af makríl við Hrauney í gærkvöldi. Að sögn Óskars Péturs Friðrikssonar, ljósmyndara mátti sjá vaðandi makríl á þessum slóðum. Undanfarin ár hefur verið minna um makrílinn við strendur Íslands og eru þetta því nokkuð óvænt að sjá makrílinn kominn aftur hingað.
Að sögn Óskars Péturs leyndi það sér ekki að þarna var makríll á ferð. Sjórinn var alveg rennisléttur og mér brá aðeins því það var mikið af lunda á flugi en vitað er að hann fer ekki fyrr en unginn er farinn. ,,Lundinn er greinilega enn að bera í ungann og því veit maður ekki hvaða áhrif koma makrílsins hefur á ætið fyrir lundann. Svartfuglinn var farinn úr berginnu og ritan að mestu leiti farin,” segir Óskar Pétur.
Myndband hans frá í gærkvöldi má sjá hér að neðan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst