Vænlegasti kosturinn að byggja nýja sorpbrennslu
11. desember, 2015
Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs lá fyrir lokaskýrsla starfshóps um framtíðarlausn í sorpmálum í Vestmannaeyjum. Fram kemur í skýrslunni að vænlegasti kosturinn að mati hópsins er að byggð verði ný sorpbrennsla í Vestmannaeyjum. Samt sem áður verði haldið áfram með núverandi flokkun og skilun en með því má minnka það magn sem þarf til brennslu og þar með minnka rekstrar og stofnkostnað.
Ráðið þakkar vinnuhópnum fyrir góð störf og tekur undir niðurstöðu hópsins að vænlegasti kosturinn í stöðunni sé að skoða til hlítar kaup og rekstur á sorpbrennslustöð.
Ráðið vísar skýrslu vinnuhópsins til umfjöllunar bæjarstjórnar.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst