Lið FÍV skipa þeir Bjarni Benedikt Kristjánsson, Guðjón �?lafsson, Hjálmar Ragnar Agnarsson og varamaðurinn Bjarki Hjálmarsson. Magnús Matthíasson og Bertha Ingibjörg Johansen, kennarar við skólann hafa séð um þjálfun drengjanna. Blaðamaður Frétta leit við á lokaæfingu drengjanna í gærkvöldi og ræddi við þá um undirbúninginn og keppnina sjálfa.
Í fyrstu umferð lögðu strákarnir Iðnskólann í Reykjavík mjög örugglega, 18:5. Lið FÍV svarar spurningum í beinni útsendingu frá Vestmannaeyjum en það vakti athygli að engir áhorfendur voru. �?�?að er bara betra fyrir okkur að hafa enga áhorfendur. Við náum að einbeita okkur betur, bæði fyrir keppnina og á meðan henni stendur,�? segir Hjálmar og hinir strákarnir taka undir með honum.
�?�?etta var óþægilegt í fyrra þegar krakkarnir voru að flissa á meðan keppnin fór fram og það dregur úr einbeitningu. En ég er ekkert viss um að þeir hjá R�?V séu mjög ánægðir með þetta svona,�? bætir Guðjón við.
FÍV hefur aðeins einu sinni náð því að komast í sjónvarpsútsendingu í Gettu betur en það var árið 1995. Strákarnir segja markmiðið að jafna þann árangur en til þess þurftu þeir að komast í gegnum fyrstu tvær umferðarnar.
�?�?að væri gaman eftir tíu ár ef Magnús væri að tala um okkur en ekki þá sem komust í sjónvarpið 1995. En þetta verður strembið, það er einn í liði Egilstaða sem er rosalega góður en við gerum okkar besta og sjáum svo til,�? sagði Bjarni.
Viðtalið birtist í heild sinni í Fréttum á morgun.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst