Fjölmargir lesendur tóku þátt í valinu en Hannes hlaut afgerandi kosningu. Á meðal annarra sem hlutu mörg atkvæði í ár voru Árni Hjaltason, ferðaþjónustubóndi á Flúðum,Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi í Árborg, og Björn Ingi Bjarnason, menningarfrömuður á Stokkseyri og Eyrarbakka.
Hannes er vel að viðurkenningunni kominn en hann hefur barist af einurð og festu fyrir vegabótum á Suðurlandsvegi. Uppsetning krossana við Kögunarhól vakti landsathygli og beindi kastljósinu að þeirri dauðans alvöru sem umferðinni fylgir um land allt. �?Sjálfur missti ég son minn í umferðarslysi á Suðurlandsvegi og konan mín slasaðist þar alvarlega. Annar sonur okkar lenti einnig í umferðarslysi á veginum á milli Selfoss og Reykjavíkur en slapp án meiðsla. Mér, líkt og fjöldamörgum öðrum, finnst komið meira en nóg af slysum á þessum vegarkafla og tími kominn til að þar komi fjögurra akgreina nútíma vegur sem ber sífellt vaxandi umferð,�? sagði Hannes í viðtali við Sunnlenska í vikunni sem krossarnir voru reistir.
Bjarni Harðarson, eigandi Sunnlenska fréttablaðsins, afhenti Hannesi og eiginkonu hans, Sigurbjörgu Gísladóttur, blóm og viðurkenningarskjal við Kögunarhól síðastliðinn mánudag. Á meðal viðstaddra voru Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri í Árborg, �?lafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri �?lfus, Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, og �?lafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi.
Sunnlenska og Sudurland.is stóðu fyrir valinu á Sunnlendingi ársins í annað sinn að þessu sinni en Sunnlendingur ársins 2005 var Gunnar Egilsson pólfari.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst