Hljómsveitin Valdimar heldur tónleika á Prófastinum í kvöld klukkan 20:00. Auk Valdimars mun hljómsveitin Kiriyama famyli stíga á stokk. Lag Valdimars, Brotlentur hefur verið eitt vinsælasta lag landsins síðustu misseri en blásturshljóðfæri setja svip sinn á lög sveitarinnar. Valdimar var auk þess tilnefnd bjartasta vonin á Íslensku Tónlistarverðlaununum 2011 en hér að neðan má hlusta á lög sveitanna tveggja.