Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, er kominn í ótímabundið leyfi frá störfum. �?etta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Valmundur greindist með æxli í heila nú fyrir jól og mun Konráð Alfreðsson, varaformaður sambandsins, sinna störfum formanns þar til Valmundur kemur aftur. Var ákvörðunin tekin í samráði við stjórn sambandsins.
Í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi sagðist Valmundur ekki vita hvað tæki við hjá sér en hann er nú í fríi erlendis. �??�?g kem heim 10. eða 11. janúar og þá er ég að fara aftur í skoðun. Eftir það veit ég hvenær eða hvort ég get komið til starfa.�??
Veikindi Valmundar koma upp í miðju verkfalli sjómanna og hafa Eyjafréttir eftir aðilum beggja megin borðsins að skarð sé fyrir skildi þegar Valmund vantar við samningaborðið. Næsti fundur í deilunni er boðaður hjá Ríkissáttasemjara á morgun, fimmtudag.