Eyjamenn náðu sér ekki á strik í dag í öðrum leik sínum gegn Val í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handbolta. Leikur liðanna fór fram í Reykjavík og skemmst er frá því að segja að Valur hafði betur 28:24 eftir að staðan í hálfleik var 15:13. �?að góða við leikinn er hins vegar sú staðreynd að Eyjamenn léku illa en voru engu að síður inn í leiknum og settu smávegis pressu á Val undir lokin. Eyjamenn lentu sjö mörkum undir, 26:19 en náðu að laga stöðun og þegar sjö mínútur eftir munaði aðeins fjórum mörkum, 26:22. En munurinn var einfaldlega of mikill til að hægt væri að brúa hann og nú er staðan því jöfn 1:1 í rimmu liðanna.
Slakur sóknarleikur varð ÍBV að falli í dag. Mikið munaði um að Róbert Aron Hostert náði sér engan veginn á strik í dag, eftir að hafa skorað 10 mörk í fyrsta leik liðanna á þriðjudag. Róbert skoraði aðeins eitt mark í dag en gaf nokkrar stoðsendingar. Markaskorun var hins vegar nokkuð jöfn eins og sjá má hér að neðan. �?á var markvarslan ekki nógu góð en markverðir ÍBV hafa ekki alveg náð sér á strik í leikjunum gegn Val, þó hún hafi á köflum verið góð í fyrsta leiknum. Samanlagt vörðu þeir Kolbeinn Ingibjargarson og Henrik Eidsvaag aðeins 10 skot í dag, sem er langt í frá nógu gott. Vörnin hefur líka oft verið betri en hún var í dag og munaði mikið um að Sindri Haraldsson fékk að líta rauða spjaldið snemma í seinni hálfleik.
Næsti leikur liðanna verður á sunnudag og hefst leikurinn klukkan 18:00.
Mörk ÍBV: Theodór Sigurbjörnsson 5/1, Grétar Eyþórsson 4, Sindri Haraldsson 4, Agnar Smári Jónsson 4, Magnús Stefánsson 3, Guðni Ingvarsson 1, Svavar Grétarsson 1, Róbert Aron Hostert 1.
Varin skot: Kolbeinn Ingibjargarson 7, Henrik Eidsvaag 3.