Valur stal þremur stigum í Eyjum
8. júlí, 2014
Valur hafði betur gegn ÍBV á Hásteinsvelli í kvöld, 1:2. Sigur Vals er ósanngjarn því ÍBV var mun betra liðið í fyrri hálfleik en jafnræði var með liðunum í þeim síðari. �?egar upp er staðið þá var það nýting færa í fyrri hálfleik sem varð ÍBV að falli því Valur jafnaði metin seint í hálfleiknum, gegn gangi leiksins og skoraði svo eina mark síðari hálfleiks.
Eins og áður sagði var ÍBV mun sterkara liðið í fyrri hálfleik. Eyjaliðið byrjaði af miklum krafti og Shaneka Gordon kom ÍBV yfir á 16. mínútu. ÍBV hélt áfram að sækja og liðið skapaði sér nokkur færi og hefði í raun átt að skora meira en eitt mark. En þvert gegn gangi leiksins tókst Val að skora nánast úr sinni fyrstu almennilegu sókn á 33. mínútu. Færin voru ekki eins mörg í seinni hálfleik en ef eitthvað var, þá var Eyjaliðið beittara. En það var eins og síðasta sendingin eða síðasta snertingin væri ekki að ganga upp hjá ÍBV. Valur skoraði svo sigurmarkið um miðjan síðari hálfleikinn eftir klafs í vítateignum en miðað við hvernig aðdragandi marksins leit út úr stúkunni séð, þá var rangstöðulykt af sigurmarki Vals.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst