Vantar ákvæði um hefndarklám
19. nóvember, 2015
Páley Borgþórsdóttir formaður aðgerðastjórnar Vestmannaeyja
�?að er ekki knýjandi þörf á því að breyta lagaumhverfi í kynferðisbrotum en það þarf að bæta verklag og eyða fordómum þeirra sem koma að meðferð slíkra mála. �?etta kom meðal annars fram á málþingi laganema í dag um þessi mál.
Mikil reiðialda gekk nýlega yfir samfélagið vegna þess að lögreglan fór ekki fram á gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem voru kærðir fyrir nauðganir íbúð í Hlíðarhverfi í Reykjavík. �?á er mjög algengt að kærur í kynferðisbrotamálum séu felldar niður. Orator, félag laganema við Háskóla Íslands, efndi í dag til málþings þar sem spurt var hvort þörf væri á breyttu lagaumhverfi í kynferðisbrotamálum?
�?örf á ákvæði um hefndarklám
Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir að vel hafi verið haldið utan um breytingar á kynferðisbrotakaflanum í almennum hegningarlögum. �??Hann hefur fylgt tiltölulega réttri þróun á því sem þarf að vera í samfélaginu. Hann hefur svarað kalli breyttra aðstæðna, tæknivæðingar og slíks. �?annig að stóra svarið er eiginlega nei, en auðvitað þurfum við alltaf að endurskoða einhverja hluti og nú tel ég tímabært að setja inn ákvæði um hefndarklám. �?að er eitthvað sem þarf að smíða og setja inn, því í dag þarf að beita að beita meðákvæði sem er inni í kafla um friðhelgi og ærumeiðingarbrot. �?etta þarf að heita kynferðisbrot og á að eiga heima undir kynferðisbrotakaflanum,�?? segir Páley.
Gríðarlega mikilvægt að þolendur leiti strax til lögreglu
Páley bendir á að lög um meðferð sakamála séu tiltölulega nýleg og að hegningarlögin hafi verið í sífelldri þróun. Margt megi þó bæta. �??Við getum gert margt til þess að breyta og bæta aðstöðu þolenda og tilkynnenda þessara brota með breyttu verklagi. Við þurfum að koma til móts við þau og tryggja þeim verndandi umhverfi þegar þau koma á lögreglustöð og tilkynna. �?að liggur fyrir og við vitum það með niðurstöðum rannsókna að það eru fleiri ákærur gefnar út í málum eftir því hversu fljótt þau berast lögreglu. �?ví fyrr sem tilkynningar koma til lögreglu, því meiri líkur eru á því að ákæra verði gefin út hjá ríkissaksóknara,�?? segir Páley. Hún bendir á að oft sé sönnunarbyrði í slíkum málum erfið þar sem þau eru milli tveggja einstaklinga. �??�?annig að við þurfum að fá fólk til þess að skilja að það er gríðarlega mikilvægt að þolendur þessara brota tilkynni þau strax til lögreglu.�??
Fjölmiðlaumfjöllun þungbær þolendum
Talsvert var fjallað um ákvörðun lögreglustjórans í Vestmannaeyjum að veita ekki upplýsingar um kærur vegna kynferðisbrota á síðustu �?jóðhátíð. Lögreglan hafði árum saman gefið fjölmiðlum upplýsingar um hvort og þá hversu margar kærur vegna kynferðisbrota hefðu borist á �?jóðhátíð. Slíkar upplýsingar eru ekki persónugreinanlegar, hvorki eru gefin upp nöfn brotaþolum né þeim sem liggja undir grun. Páley segir að þrátt fyrir það séu slíkar fréttir þolendum þungbærar. �??Við erum bara í það litlu samfélagi að fólk er svo fljótt að finna út úr því hver er hvað. Á �?jóðhátíð er það til mynda þannig að strax og tjald einhvers er horfið, einhver stúlka er týnd og enginn veit hvar hún er og hún finnst ekki. Á sama tíma kemur tilkynning í fjölmiðlum um að það hafi verið tilkynnt um brot, þá er bara búið að finna út úr því hver það er. �?etta hefur reynst brotaþolum gríðarlega þungbært. �?ess vegna tel ég algjörlega ástæðulaust að það sé verið að tilkynna um þessi brot jafnóðum og þau berast lögreglu. �?að má gera það seinna. �?olandanum er líka alltaf í sjálfsvald sett að ræða þessi mál við fjölmiðla hvenær sem hann vill, en að mínu mati þá er ekki eðlilegt að þessar upplýsingar fari í fjölmiðla um leið og tilkynningarnar koma inn. �?að er bara svoleiðis og það er mitt mat og ég stend við það,�?? segir Páley.
Ekki þörf á að breyta nauðgunarákvæði í hegningarlögum
Ragnheiður Bragadóttir lagaprófessor og héraðsdómari flutti einnig erindi á málþingi laganema í dag. �?ar fjallaði hún um hvort ástæða væri til að breyta nauðgunarákvæði í hegningarlögum. Ragnheiður telur að ekki sé þörf á að breyta nauðgunarákvæðinu. Hún bendir á að ákvæði um nauðgun hafi staðið óbreytt í fimmtíu ár í hegningarlögum frá árinu 1940. �??Eftir það hefur þessi kafli í lögunum verið endurskoðaður tvisvar. Fyrst árið 1992 og síðan árið 2007 með löggjöf sem tók gildi þessi ár. �?annig að við höfum löggjöf núna sem byggir á fræðilegum rannsóknum og dómaframkvæmd árin á undan,�?? segir Ragnheiður. Hún bendir einnig á að sótt hafi verið í fyrirmyndir frá Norðurlöndum, �?ýskalandi og fleiri stöðum sem séu með framsækna löggjöf á þessu sviði. �??Við sjáum líka að þegar við lítum á dómana að þeim hefur heldur fjölgað og refsingar heldur þyngst. �?g tel að þessi ákvæði, sem við höfum nú þegar, að þau virki nokkuð vel og þar er ég að tala um nauðgunarákvæði í hegningarlögum.�??
R�?V.is greindi frá
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst