„Brottrekstur knattspyrnustjórans breytir engu hvað mig varðar en þetta er nýtt met því þjálfararnir sem ég fæ hafa yfirleitt verið reknir tveimur til þremur mánuðum eftir að ég kem,“ sagði Eyjamaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson við Morgunblaðið í gær en hann bjóst við að ganga formlega frá félagaskiptum til Reading í gær, sólarhring eftir að knattspyrnustjórinn Brendan Rodgers var rekinn frá störfum.