Vantrausti haldið til streitu

Aðalfundur kjördæmaráðs Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi var haldinn s.l. laugardag. Þar var tekin ákvörðun um að viðhafa prófkjör við val á framboðslista. Páll Magnússon sagðist sækjast eftir endurkjöri sem oddviti listans, Ásmundur Friðriksson tilkynnti að hann sæktist eftir öðru sæti. Vilhjálmur Árnason sem situr nú í þriðja sæti listans sagðist stefna hærra og þá tilkynnti um framboð sitt á fundinum Eva Björk Harðardóttir oddviti flokksins í Skaftárhreppi og hótelstýra Hótels Laka. Að sögn Jarls Sigurgeirssonar formanns fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum var fundurinn vel sóttur og almennt mikill hugur í kjördæminu. „Hins vegar er ekkert launungamál að sú vantrauststillaga á Pál Magnússon sem fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum lagði fram árið 2018 er enn í gildi og það er raunverulegt vandamál sem taka þarf á innan flokksins og hafa í huga í þessu prófkjöri sem framundan er. Það vekur sérstakar áhyggjur hjá mér hversu margir Sjálfstæðismenn lýsa yfir þungum áhyggjum af framboði Páls, þar sem fólk óttast áframhaldandi sundrungu og hefur ýmist sagst ekki geta stutt flokkinn, ekki geta unnið fyrir flokkinn eða hreinlega myndu yfirgefa flokkinn vegna þessa.“ Aðrir einstaklingar sem hafa verið nefndir á nafn sem hugsanlegir frambjóðendur eru Unnur Brá Konráðsdóttir fyrrverandi alþingismaður, Margrét Sanders bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, Guðbergur Reynisson eigandi Cargoflutninga ehf. í Reykjanesbæ og systurnar Guðrún og Aldís Hafsteinsdætur úr Hveragerði. Prófkjörið fer fram 29. maí nk. Frekari umfjöllun um aðra flokka og framboð er að finna í nýjasta tölublaði Eyjafrétta.

Nýjustu fréttir

Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár
Jákvæðar umræður um Eyjagöng á Hvolsvelli
Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.