Finnbogi Friðfinnsson er 29 ára gamall Vestmannaeyingur sem búsettur er í Kaupmannahöfn um þessar mundir þar sem hann er við nám. Foreldrar Finnboga eru þau Friðfinnur Finnbogason og Inga Jónsdóttir. Friðfinnur rak verslunina Eyjabúð í tugi ára en í dag fæst hann aðallega við það að selja utanlandsferðir. Inga starfar sem ritari á spítalanum í Vestmannaeyjum. Systkinin eru þau Gunnar Friðfinnsson og Ágústa Friðfinnsdóttir. Gunnar er lærður viðskiptafræðingur og kennari og kennir í framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum. Ágústa er löggildur fasteignasali. Kærasta Finnboga heitir �?órdís Björnsdóttir og er lærður byggingatæknifræðingur og olíuverkfræðingur og vinnur hjá Ross Engineering.
Finnbogi útskrifaðist af náttúrufræðibraut úr Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum árið 2007 og er núna að læra hagfræði í fjarnámi. �??�?g er núna í Bsc í hagfræði í Háskóla Íslands. �?g bætti við mig auka stærðfræði á seinasta ári því ég hafði mikinn áhuga á því, en síðan hef ég einbeitt mér aftur að hagfræðinni og stefni síðan á að ljúka náminu við Kaupmannahafnarháskóla á næstu önnum,�?? segir Finnbogi og bætir við að hann hafi aldrei sérstaklega stefnt að þessu tiltekna námi. �??�?g sá frekar fyrir mér að fara í einhverskonar raungrein, þó hagfræði jaðri nú við að vera raungrein, en t.d einhverskonar verkfræði fannst mér alltaf líklegra.�??
Hvernig líkar þér skólana og námið almennt? �??Framhaldsskólinn var mjög skemmtilegur enda flestir mínir æskuvinir síðan úr grunnskóla sem héldu sig í Eyjum fram að háskólanámi. Háskólanámið hefur verið aðeins meira einmanalegt þar sem ég hef verið í fjarnámi mest allan tímann. �?rátt fyrir það hef ég kynnst fullt af skemmtilegu fólki og þær fáu skólaskemmtanir sem ég hef farið á voru mjög skemmtilegar,�?? segir Finnbogi. En á hann sér eitthvað draumastarf sem hann sér sjálfan sig í í framtíðinni? �??Nei, ég hef ekki fundið neitt draumastarf ennþá. En það yrði líklega eitthvað tölvudútl með sveigjanlegum vinnutíma og utanlandsferð öðru hvoru myndi ekki skemma fyrir.�??
Hvernig er lífið í Kaupmannahöfn? �??Kaupmannahöfn er æðisleg, ég varð ástfanginn af henni fyrsta sinn sem ég kom þangað. �?að var því ekki erfið ákvörðun að flytja hingað. Borgin hefur síðan þá alltaf staðið undir væntingum,�?? segir Finnbogi ánægður með dvölina.
Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér, búa í Eyjum eða einhverstaðar annarsstaðar. �??�?g stefni bara að því að vera þar sem ég er hamingjusamur, hvort sem það verður í Eyjum eða annars staðar verður bara að koma í ljós, það fer allt eftir því hvað framtíðin ber í skauti sér. En þessa stundina er ég ánægður með lífið hérna í Danmörku,�?? segir Finnbogi að lokum.