Veginum lokað fram yfir helgi
Grjot Eidi OPF 20250301 125941
Eiðið í dag. Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar P. Friðriksson

Loka þurfti veginum á Eiðinu í dag vegna ófærðar sökum mikils magns af grjóti sem gengið hefur á land í hafrótinu í nótt og fram eftir degi. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Vestmannaeyjahafnar í dag. Þar segir: „Töluverð læti hafa verið í veðrinu síðustu klukkustundirnar og hefur grjót gengið upp á land á Eiðinu. Búið er að loka veginum fyrir umferð fram yfir helgi.”

Búast má við að meira bætist við á morgun, en þá spáir enn hærri ölduhæð. Óskar Pétur Friðriksson gerði sér ferð út á Eiði í dag og tók meðfylgjandi myndir.

Nýjustu fréttir

Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.