Loka þurfti veginum á Eiðinu í dag vegna ófærðar sökum mikils magns af grjóti sem gengið hefur á land í hafrótinu í nótt og fram eftir degi. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Vestmannaeyjahafnar í dag. Þar segir: „Töluverð læti hafa verið í veðrinu síðustu klukkustundirnar og hefur grjót gengið upp á land á Eiðinu. Búið er að loka veginum fyrir umferð fram yfir helgi.”
Búast má við að meira bætist við á morgun, en þá spáir enn hærri ölduhæð. Óskar Pétur Friðriksson gerði sér ferð út á Eiði í dag og tók meðfylgjandi myndir.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst