Við umbreytingar á Flugmálastjórn Íslands síðustu áramót, fór flugleiðsöguþjónusta á Íslandi á hendur Flugstoða, þar með talin flugturnsþjónusta í Vestmannaeyjum. Á sama tíma kaus einn af þremur flugumferðarstjórum sem starfaði í Vestmannaeyjum að fara á biðlaun. Vegna þessa eru nú tveir starfandi flugumferðarstjórar í Vestmannaeyjum sem til lengri tíma litið er ekki fullnægjandi til að halda uppi fullri flugstjórnarþjónustu á flugvellinum.
Flugstoðir ohf eru því að skoða hvaða kostir eru í stöðunni til að tryggja örugga og góða þjónustu við flugið til Vestmannaeyja í samræmi við þjónustusamning félagsins við samgönguráðuneytið. Ef breytinga er þörf munu Flugstoðir leggja niðurstöðu sína fyrir verkkaupann, þ.e. samgönguráðuneytið, sem tekur endanlegar ákvarðanir um hvernig þjónustunni verður háttað.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst