Vegna skrifa Sigurðar Áss Grétarssonar forstöðumans hafnarsviðs Siglingastofnunnar
11. maí, 2007

Texta með myndunum hef ég ekkert með að gera. En hann einn og sér breytir
ekki því sem augað sér í þessum myndum.
Sigurður efast um dómgreind þessara manna að bera saman siglinu Lóðsins og
fyrirhugaðar Bakkaferju.
�?ví er til að svara að ferðin var einungis farin til að skoða aðstæður við
Bakkafjöru þennan dag, en þá var 3,1m ölduhæð á Bakkadufli.
�?g tók fram í viðtali sem Fréttir höfðu við mig um téða ferð. Orðrétt segi
ég: Í sjálfu sér er ég ekki hræddur um að væntanleg ferja geti orðið í hættu en
ég óttast að minni skip gætu orðið fyrir áföllum við þessar aðstæður.
�?g stend við það og spyr þig í leiðinni Sigurður Áss hvað finnst þér um það?

Sigurður Áss kemst að stórkostlegri niðurstöðu úr þessari ferð. Með því að
sýna fram á að Lóðsinn komst inn að fyrirhugaðri Bakkafjöruhöfn án þess að
VELTA í 3,1m ölduhæð væri raunhæft að álykta að Bakkaferjan geti farið í 7m
ölduhæð. Gerir Sigurður Ás sér grein fyrir því hvernig aðstæður eru við
Bakkafjöru við 7 m ölduhæð á Bakkaduflinu?
Bakkafjörudufl sýnir einungis meðalöldu á klukkustunda fresti, sem þíðir að
það má búast við 60% stærri öldu ÁN �?ESS AÐ DUFLIÐ SÝNI �?AÐ sem þýðir að það má búast við að fá öldu sem er 11,2 m þegar duflið sýnir 7m. En er það ekki
1,2 m meira en fyrirhuguð Bakkaferja á að þola áður en hún veltur?

Var Sigurður Áss ekki að efast um dómgreind okkar?
�?egar Lóðsin fór að Bakkafjöru í 3,1m öldu á Bakkadufli má búast við að þær
brotöldur sem við fengum á okkur hafi verið allt að 4,96m.
�?g hef miklar áhyggjur af Bakkafjöruhöfn eins og hún er hugsuð hjá ykkur.
�?g held að hún verði slysagildra fyrir minni báta sem munu koma til með að
nota höfnina, einnig held ég þvert á móti ályktun Sigurðar Áss verði meiri
frátafir en þið áætlið.
�?ar sem ég veit að starfsmenn stofnunarinnar fylgjast með eyjafréttir.is
langar mig að biðja Gísla Viggósson að birta hér á eyjafréttum.is,

GREINAGERÐ VEGNA BLAÐASKRIFA SVEINS R�?NARS VALGEIRSSONAR UM RANNS�?KNIR VEGNA FERJUL�?GIS Á BAKKAFJ�?RU.
�?ar sem þessi greinagerð þín er þegar komin í hendur bæjarfulltrúa, ætla ég
að svara henni hér hjá eyjafréttir.is ef leyfi fæst fyrir því..

Sveinn Rúnar Valgeirsson.

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst