�??�?að hlýtur að vera íhugunarefni að hátt í 50 fjölskyldur í Vestmannaeyjum þurfa að flytja búferlum á þessu ári,�?? segir Hallgrímur Rögnvaldsson, eigandi Canton, um þá erfiðu stöðu sem barnafólk og fjölskyldur þeirra standa frammi fyrir í kringum barneignir. �?etta vandamál er mörgum Vestmanneyingum afar kunnuglegt og gerir fólk sér kannski ekki alveg grein fyrir alvarleika þess fyrr en það finnur sig sjálft í þeim sporum að þurfa að fara upp á land um óákveðinn tíma. Margir standa frammi fyrir því að missa daga eða vikur úr vinnu, þurfa að verða sér úti um gistiaðstöðu sem getur reynst dýrt svo ekki sé talað um blessað ferðalagið sem fólk þarf að leggja á sig.
�??Mér var sagt í sambandi við svæfingalækna að það kæmi ekki til greina að flytja inn útlendinga í þessi störf því Félag svæfingalækna á Íslandi hafi beitt sér gegn því að gefa þeim meðmæli. �?að eru síðan við sem verðum fyrir barðinu á þessu. Auðvitað þarf að vera bæði skurðlæknir og svæfingalæknir hérna í Eyjum,�?? heldur Hallgrímur áfram og bendir á að þjóðir á borð við England nýti mikið erlent vinnuafl í læknastörf þar í landi.
Um næstu mánaðamót á sonur Hallgríms og unnusta hans, þau Mangmang Huang og Fei Fei, von á sínu fyrsta barni og í samráði við ljósmóður er stefnan sett á að fara upp á land 23. janúar. �??Við þurfum að fara viku fyrir tímann og svo veit maður ekkert hvort þetta dregst eitthvað á langinn þannig óvissan er mikil,�?? segir Hallgrímur sem er búinn að auglýsa lokun á Canton um óákveðinn tíma vegna þessa. �??Í okkar tilfelli verðum við að taka okkur frí til að sinna þessu. �?að er með ólíkindum að það sé verið að bjóða fólki upp á þetta og það er ekkert útlit fyrir að það verði einhver breyting á þessu,�?? segir Hallgrímur og bendir á að gríðarlegur kostnaður fylgir þessu,
�??�?að er bara fjölskyldan sem stendur að þessu,�?? segir Hallgrímur um reksturinn á Canton en eins og fyrr segir þurfa þau að loka staðnum á meðan þessu stendur. �??Við byrjum á því að vera í �?lfusborgum í eina viku og svo fáum við Drífanda íbúðina í Reykjavík frá og með 29. janúar í eina viku. Maður þakkar bara fyrir að þetta sé ekki um mitt sumar þegar það er brjálað að gera. �?á værum við í miklum vandræðum og gætum hreinlega ekki lokað,�?? segir Hallgrímur að lokum.