Um síðustu helgi fór fram Nýsköpunarkeppni grunnskólanna en hún hefur verið árviss viðburður um nokkurra ára skeið. Forvinnan fer þannig fram að leitað er hugmynda í grunnskólum landsins hjá nemendum á aldrinum 8 til 15 ára og bárust núna um 2700 hugmyndir sem er nokkur fækkun frá því í fyrra þegar 3600 hugmyndir komu fram.