Haldið var upp á 35 ára afmæli tískuvöruverslunarinnar Flamingo með pompi og prakt í gækvöldi, miðvikudaginn 27. nóvember. Boðið var upp á glæsilega tískusýningu þar sem kynntar voru helstu nýjungar og vakti sýningin mikla lukku meðal gesta. Boðið var upp á 35% afslátt af öllum vörum ásamt léttum veitingum fyrir gesti og gangandi. Eyjafréttir kíktu við á stemninguna, en margt var um manninn og stemningin góð.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst