Velheppnaðir góðgerðartónleikar í Höllinni á föstudag
Hljómsveitin Merkúr.

Á föstudagskvöldið fóru fram í Höllinni góðgerðartónleikarnir Samferða. Ágætis mæting var á tónleikana sem þóttu vel heppnaðir.

Rútur Snorrason, skipuleggjandi tónleikana.

„Virkilega vel heppnaðir góðgerðartónleikar, þar sem fjölbreytnin var í fyrirrúmi og einstaklega gaman að sjá t.d. hljómsveitina Merkúr, stíga sín fyrstu skref. Það sannaðist bersýnilega að Eyjamenn eiga mikið af hæfileikaríku tónlistar-og listafólki,” sagði Rútur Snorrason skippuleggjandi tónleikana í Eyjum.

Hann vildi skila kærum þökkum til allra sem gáfu vinnu sína og tóku þátt í tónleikunum. „Einnig ber að nefna annarsvegar Jón Helga Gíslason, sem hljóp í skarðið sem kynnir og hinsvegar þau Þórhall og Kittý sem gerðu slíkt hið sama vegna forfalla hjá Karlakór Vestmannaeyja. Þau stóðu sig öll frábærlega, sem og allir þeir sem stigu á svið. Þá vil ég einnig nota tækifærið og þakka öllum þeim gestum er lögðu leið sína í Höllina á föstudagskvöldið. Það hefur gríðarlega mikla þýðingu að svona viðburður sé vel sóttur.”

Þetta var í annað skiptið sem þessir tónleikar eru haldnir í Eyjum og er planið að halda þá árlega. „Samferða góðgerðarsamtök voru nú í annað skiptið á ferðinni með góðgerðartónleika og er markmiðið að gera þetta að árlegum viðburði um ókomin ár. Hver einasta króna sem safnast í kringum tónleikana verður skilin eftir í Eyjum og nú þegar erum við komin með 6 fjölskyldur og einstaklinga, sem eru að glíma við mikla erfiðleika og/eða langvarandi veikindi. Mér telst til að það hafi safnast yfir 300þús kr í þetta skiptið – með styrkjum og aðgangseyri á tónleikana.

„Að lokum vil ég þakka öllum þeim aðilum er komu að þessum viðburði – ekkert af þessu væri hægt án þeirra,” sagði Rútur að endingu og bætti við. „Samferða góðgerðarsamtök eru á Facebook og vil ég hvetja sem flesta til að læka við síðuna og þar er einnig allar helstu upplýsingar að finna.”

Nýjustu fréttir

„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.