Margrét Lára Viðarsdóttir hefur glímt við erfið meiðsli síðustu ár en sér nú loks fram á að losna við þau. „Þetta hefur tekið sinn tíma en ég myndi segja að ég hafi ekki verið svona góð eins og ég er núna í tvö ár og það er mikið gleðiefni. Ég hef fengið mikla hjálp frá bæði sjúkraþjálfurum og læknum bæði heima og erlendis. Ég er í ákveðnu prógrammi sem ég er að vinna markvist eftir þessa dagana. So far gengur þetta framar vonum og vonandi heldur það áfram og ég verði orðin full frísk fyrir næsta tímabil,“ sagði Margrét Lára í viðtali við Fótbolta.net. Hér að neðan er hlekkur inn á viðtalið.