Á sunnudaginn munu undur og stórmerki eiga sér stað í Íþróttamiðstöðinni því þá mun B-lið ÍBV í handbolta etja kappi við stórlið Austurlands í handbolta, Spyrni úr Fjarðabyggð, í 1. umferð bikarkeppninnar en leikurinn hefst klukkan 13:00. Eyjamenn segjast vel meðvitaðir um styrk Spyrnis enda hefur þjálfarateymi B-liðsins, þeir Hlynur Sigmarsson og Davíð Þór Óskarsson, legið yfir upptökum af æfingu Spyrnismanna.