Verður Sorpbrennslunni lokað og sorp flutt í burtu?
26. janúar, 2012
Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja fór á síðasta fundi yfir drög að breytingu á reglugerð umhverfisráðuneytis nr. 739/2002 um brennslu úrgangs frá 19.desember 2011. Helstu breytingar í drögunum eru að viðmiðunarmörk útblástursefna hjá sorpbrennslustöðvum sem fengu starfsleyfi fyrir 28. desember 2002 eru lækkuð til samræmis við þær kröfur sem gerðar eru til nýrra sorpbrennslustöðva.