Kjarasamningur sjómanna og SFS sem skrifað var undir á aðfararnótt laugardags var samþykktur naumlega í kosningu sem stóð í gær og í dag. Talið var hjá Ríkissáttasemjara og var niðurstaðan að 52,4% þeirra sem greiddu atkvæði samþykktu samninginn en 46,9% voru á móti. �?ar með lýkur verkfalli sjómanna sem staðið hefur hátt í tíu vikur. Strax var mikið líf við höfnina í Vestmanneyjum þar sem menn eru í óða önn að gera skipin klár á sjó. Fara þau ýmist í nótt eða á morgun.
Mikið er undir hjá loðnuskipunum þar sem kvóti Eyjaskipa er í kringum 50 þúsund tonn og komið fram á vertíðina. Búast má við að bolfisskip byrji að tínast til hafnar með afla þegar líður á vikuna og ættu hjól atvinnulífsins í Eyjum að fara að snúast með eðliðegum hætti þegar í vikulok.
Á myndinni er �?orbjörn Víglundsson, stýrimaður á Sigurði að gera klárt til loðnuveiða.