Nýtt húsnæði Björgunarfélags Árborgar á Selfossi liggur nú undir skemmdum eftir að verktakar hreinsuðu allt sitt út úr húsinu í dag, eins og raflagnir, ljós, hreinlætistæki og allt sem tengist pípulögnum.
Þá var hitinn tekin af húsinu. Ástæðan fyrir þessu er sú að verktakarnir hafa ekki fengið greiddar um 50 milljónir króna, sem þeir eiga inni hjá Björgunarmiðstöð Árborgar ehf., sem er eignarhaldsfélag Björgunarfélags Árborgar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst