Á aðalfundi Verslunarmannafélags Vestmannaeyja, VFV í kvöld var samþykkt að félagið myndi sameinast Verslunarmannafélagi Reykjavíkur, VR. Tillaga stjórnar og trúnaðarráðs VFV þess efnis var flutt á aðalfundinum og samþykkt einróma eða með öllum 38 atkvæðum atkvæðabærra fundarmanna sem sóttu fundinn. Alls eru félagsmenn í VFV um 230 talsins en í VR eru félagsmenn um 27 þúsund.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst