„Fyrirhugað verkfall skellur á hér í Eyjum í næstu viku. Þá mun starfsfólk leikskólans á Kirkjugerði leggja niður störf hálfan daginn, þann 22. maí, 23. maí og 25. maí,“ segir Unnur Sigmarsdóttir, formaður Starfsmannafélags Vestmannaeyjabæjar, STAVEY um stöðuna komi til boðaðs verkfalls BSRB sem nær til Vestmannaeyja.
Í vikunni þar á eftir nær boðað verkfall bæði til hafnarstarfsmanna og starfsmanna Kirkjugerðis þar sem starfsemin mun skerðast verulega. „Verkfall mun hafa áhrif á alla starfsemi Kirkjugerðis þar sem 18 eru í STAVEY. Nú er verið að kjósa um allsherjarverkfall sem hefst 5. júní. Það nær til starfsmanna Kirkjugerðis, Ráðhúss, Íþróttamiðstöðvar og Áhaldahúss.
Auðvitað vill enginn fara í verkfall en þegar viðsemjendur okkar vilja ekki einu sinni ræða við okkur er fokið í flest skjól. Við einfaldlega viljum sömu laun fyrir sömu vinnu,“ sagði Unnur.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst