Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
default
Hásteinsvöllur. Ljósmynd/Halldór B. Halldórsson

Þann 16. desember sl. voru opnuð tilboð í flóðlýsingu við Hásteinsvöll. Málið var tekið fyrir á fundi framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja á mánudaginn var. Fram kemur í fundargerð ráðsins að alls hafi borist þrjú tilboð í verkið.

Lægsta tilboðið kom frá Altis ehf. og hljóðaði það upp á 63.182.050 krónur. Vallar Verk ehf. bauð 92.410.000 krónur og Metatron ehf. 103.876.000 krónur. Kostnaðaráætlun fyrir framkvæmdina nam 94.305.000 krónum.

Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs kynnti niðurstöður tilboða fyrir ráðinu. Í kjölfarið samþykkti framkvæmda- og hafnarráð að taka tilboði lægstbjóðanda, Altis ehf., og fól framkvæmdastjóra sviðsins að ganga til samninga við fyrirtækið á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs.

Nýjustu fréttir

Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.