Vestmannaeyjabær, Umhverfisstofnun og Hótel Vestmannaeyjar vinna saman að Eldheimum
7. maí, 2012
Í dag var haldinn blaðamannafundur á Hótel Vestmannaeyjum þar sem kynnt voru áform um byggingu Eldheima í Vestmannaeyjum, safns sem ætlað verður að mynda umgjörð um sýningar tengdar Heimaeyjagosinu og Surtseyjagosinu. Á blaðamannafundinum kom fram að fyrirhugað er að grafa upp og byggja yfir rústir af Gerðisbraut 10 sem fór undir ösku og hraun 1973 sem síðan verður þungamiðja þeirrar sýningar sem safnið hýsir. Arkitekt að húsinu er Margrét Kristín Gunnarsdóttir.

Tengdar fréttir

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst