Fjölskyldu og tómstundaráð Vestmannaeyja hefur falið framkvæmdastjóra ráðsins og íþróttafulltrúa að taka upp viðræður við ÍBV-íþróttafélag um hvort leysa beri félagið undan rekstrarsamningi um fasteignir og íþróttamannvirki. Félagið sendi bréf til ráðsins þar sem farið var yfir rekstrarsamning íþróttamannvirkja, sem hefur verið í umsjón ÍBV-íþróttafélags samkvæmd samningi við bæinn. Félagið telur það fjármagn sem bærinn setur í reksturinn, ekki nægja fyrir útgjöldum og bendir til samanburðar á samning Stjörnunnar við Garðabæ. Bókun ráðsins má sjá hér að neðan.