Lið Vestmannaeyja í spurningaþættinum Útsvari, sem er á dagskrá Ríkissjónvarpsins öll föstudagskvöld, mætir liði Akraness í 16 liða úrslitum keppninnar. Akranes lagði Fljótsdalshérað að velli í fyrstu umferð 99:42 en Vestmannaeyjar urðu þriðja stigahæsta tapliðið eftir að hafa tapað fyrir Reykjavík 90:77. Lið Vestmannaeyja skipa þeir Ágúst Örn Gíslason, Gunnar Gunnarsson og Sveinn Waage.